Telur sannað að kveikt hafi verið í bílunum
Lögreglan á Suðurnesjum telur það sannað að kveikt hafi verið í bílunum tíu sem brunnu í Vogum í desember. Vísir.is hefur þetta eftir Jóhanni R. Benediktssyni lögreglustjóra.
Í síðustu viku var greint frá því að ekki hefði tekist að sanna að um íkveikju hafi verið að ræða. Niðurstaða rannsóknar bandarískra sérfræðinga sem komu til landsins um áramótin er hinsvegar sú að um íkveikju hafi verið að ræða. Sú niðurstaða styður frumrannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum um að kveikt var í bílunum, segir á visi.is í dag. Bílarnir voru í eigu athafnamannsins Ragnars Ólafs Magnússonar.
Lögrelustjóri telur þessar rannsóknir staðfesta að kveikt hafi verið í bílunum og mjög "fagmannlega" hafi verið staðið að verki. Hann segir rannsóknina miða vel.