Telur réttaróvissu vera um Suðvesturlínu
Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu til þingsályktunar um afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu segir m.a. að Samband íslenskra sveitarfélaga telji mikilvægt að umhverfisnefnd Alþingis skoði hvort úrskurður umhverfisráðuneytisins geti leitt af sér réttaróvissu um það hvenær 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum verði beitt. Jafnframt telur sambandið mikilvægt að nefndin skoði hvort þær ströngu kröfur sem ráðuneytið gerir til Skipulagsstofnunar um rannsókn málsins leiði til þess að útilokað verði fyrir stofnunina að taka afstöðu til matsskýrslna innan lögboðins frests.
Þá telur sambandið margt bendi til þess að bæði málsmeðferð og niðurstaða ráðuneytisins stangist á við góða stjórnsýsluhætti.
Sjá vef Sambands íslenskra sveitarfélaga hér.