Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 12. janúar 2001 kl. 12:05

Tel að árangur muni nást

Hjálmar Árnason B) lýsti yfir ánægju sinni með góða mætingu á fundinn og góða þátttöku á Netinu, en nú hafa um 9000 einstaklingar skráð sig á undirskriftalistann. Hann sagði ástæðu þessarar miklu samstöðu nú vera ótta vegna hræðilegra slysa sem orðið hafa á Brautinni á hverju ári. Hann lofaði að þingmenn myndu beita sér í málinu og sagðist telja að árangur myndi nást.

Áfangasigrar
„Óttinn rekur okkur til órofa samstöðu sem mun skila árangri. Sex sinnum hefur verið flutt þingsályktunartillaga um tvöföldun Rreykjanesbrautar en hún hefur jafnoft dagað uppi á þinginu. Þess vegna var það áfangasigur að sl. vor náði tvöföldun Reykjanesbrautar inn á vegaáætlun, þó að það hafi verið fyrir 2010. Annar áfangasigur var síðan fjögurra ára flýting, eða til ársins 2006. Þriðji áfangasigur vannst þegar samgönguráðherra var spurður hvort hann væri tilbúinn að styðja flýtingu á tvöföldun Reykjanesbrautar, og hann svaraði játandi í bæði skipting.“

Opinn möguleiki
Þetta sýnir að tekið hefur að opna fyrir þann möguleika að tvöföldun Reykjanesbrautar verði flýtt enn frekar og það er einmitt það sem þessi fundur stefnir að. Þingmenn munu beita sér fyrir tvöföldun og ástæðan er þau hræðilegu slys sem orðið haf. Ég tel að árangur muni nást“, sagði Hjálmar með áherslu og fékk mikið lófaklapp frá salnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024