Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekur tvær flugvélar með í farangri til Bandaríkjanna
Þriðjudagur 23. júlí 2002 kl. 12:48

Tekur tvær flugvélar með í farangri til Bandaríkjanna

Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og eigandi Air Atlanta verður að teljast nokkuð stórtækur í dag. Hann er á leiðinni vestur um haf á eina stærstu flugsýningu heims, The Air Venture í Oshkosh. Með í farangrinum eru tvær af uppáhaldsflugvélum Arngríms. Þær eru Pitts S-2-XS, TF-ABD, og J-3 Piper Cub,TF-CUP. Þær voru settar í lestar Boeing 747-200 þotu Atlanta í hádeginu ásamt miklu magni af öðrum farangri.Við þetta tækifæri var breiðþotunni gefið nafnið Skúli Jón Sigurðarson. Arngrímur og hópur Íslendinga halda til Bandaríkjanna um kl. tvö í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024