Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekur tímabundið við keflinu af Otta
Mánudagur 13. nóvember 2023 kl. 17:07

Tekur tímabundið við keflinu af Otta

Starfandi formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar næstu vikurnar er Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir. Hún er í Björgunarsveitinni Gerpi í Neskaupsstað og Ársæli í Reykjavík. Borghildur hefur setið í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá árinu 2019 og sem varaformaður síðastliðin 3 ár.

„Í ljósi aðstæðna síðustu daga er sú ákvörðun Otta Rafns Sigmarssonar að stíga tímabundið til hliðar sem formaður, virðingaverð og skiljanleg enda þarf hann rými til að sinna sinni fjölskyldu og nærumhverfi og óska ég honum alls hins besta í þeim krefjandi verkefnum sem framundan eru. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mér er ljúft og skylt að taka við þessum bolta, enda margir þræðir hjá félaginu og mikilvægt að halda fókus. Stjórn félagsins er öflug og munum við vinna að þessu verkefni, semog öðrum, saman sem ein heild líkt og endranær, ásamt einvala liði björgunarsveitarfólks og starfsfólks.  

Okkur Íslendingum er ljóst er að framundan eru ærin verkefni í Grindavík, hvað sem framtíðin ber í skauti sér þar og eru félagar okkar tilbúin, nú eins og endranær, að bregðast við ef á þarf að halda. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar sendir Grindvíkingum okkar bestu kveðjur og hlýjug.“