Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekur frí frá bæjarstjórn til að ná heilsu á ný
Miðvikudagur 29. apríl 2015 kl. 09:09

Tekur frí frá bæjarstjórn til að ná heilsu á ný

Bryndís Gunnlaugsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Grindavík hefur óskað eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Grindavíkurbæjar. Beiðni hennar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur í gær. Leyfið sendur frá og með 1. júní 2015 til 31. maí 2016.

„Forseti bæjarstjórnar, bæjarfulltrúar og Grindvíkingar allir. Haustið 2013 greindist ég með vefjagigt en þá hafði ég verið veik frá því snemma árið 2009 án þess að vita hvað væri að. Síðustu tvö ár hef ég markvisst unnið að því að ná að samtvinna vinnu, bæjarstjórn og einkalíf ásamt því að hafa tíma til að hlúa að heilsunni.

Lykilatriði fyrir þá sem glíma við vefjagigt er jafnvægi, nægur svefn og hóflegt álag, bæði líkamlegt og andlegt. Því miður hefur mér ekki tekist að finna þetta jafnvægi verandi í krefjandi starfi í Reykjavík sem lögfræðingur, oddviti Framsóknar í Grindavík ásamt því að geta sinnt einkalífi og heilsunni.

Er því komin sá tími er ég verð að láta líkamlega heilsu í fyrsta sæti og óska ég því eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa frá 1. júní 2015 til 31. maí 2016 þar sem ég mun flytja úr sveitarfélaginu um stundarsakir til að geta einbeitt mér betur að því að ná heilsu,“ segir í erindi Bryndísar sem lagt var fyrir bæjarstjórn Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024