Tekur flugherinn við árið 2006?
Rætt er um það hjá æðstu stjórn Bandaríkjahers að flugherinn taki við rekstri varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli af sjóhernum.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun flugher Bandaríkjanna taka við rekstri varnarstöðvarinnar þann 1. október 2006 eða þegar nýtt fjárhagsár gengur í garð.
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúa Bandaríkjahers á Íslandi staðfestir í samtali við Víkurfréttir að þetta sé ein af þeim hugmyndum sem rætt er um en hann sagði enn fremur að ekki væri búið að gefa út neina tilkynningu að hálfu Bandaríkjahers.
Staðfesting þess efnis að þetta væri ein af þeim hugmyndum sem um væri rætt hefur ekki fengist hingað til og þykir það benda til þess að hjólin séu byrjuð að snúast í máli herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli.
Utanríkisráðuneytið verst allra fregna af málinu en íslensk og bandarísk stjórnvöld munu ræða framtíð varnarstöðvarinnar á fundi sem boðaður hefur verið á milli ríkjanna tveggja og fer hann fram í næsta mánuði.
Mikil óvissa hefur ríkt um framtíð sjóhersins á Keflavíkurflugvelli en ef flugherinn tekur við má búast við gagngerum endurbætum á næstum því öllum húsakosti og tækjum Bandaríkjahers þar sem kröfur flughersins um aðbúnað er strangari en hjá sjóhernum.
Yfirmaður herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli, Robert S. McCormick, er einmitt ofursti í flughernum og hóf hann feril sinn þar sem flugliðsforingi árið 1981.