Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekur fjármálaráðherra á orðinu
Mánudagur 4. október 2010 kl. 23:22

Tekur fjármálaráðherra á orðinu

„Ég vil trúa því að það sé einlægur vilji hjá fjármálaráðherra að vinna nú með okkur að leiðum til að byggja upp á Suðurnesjum. Orð hans nú í kvöld á Alþingi í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra voru ósk um að menn hætti hnútukasti og leiti saman að lausnum,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ í kjölfar umræðu á Alþingi nú í kvöld um stefnuræðu forsætisráðherra.


„Ég hef átt samtal við fjármálaráðherra um þetta og trúi að þetta sé hans vilji. Því mun ég óska eftir frekari fundi með honum strax á morgun til að ræða lausnir fyrir þær þúsundir einstaklinga sem hafa búið við langvarandi atvinnuleysi, eru að missa heimili sín og nú síðast sjálfsagða heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum,“ sagði Árni í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024