Laugardagur 9. ágúst 2008 kl. 09:09
Teknir með tóbaksblandað hass
Nóg var að gera hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt. Lögreglan stöðvaði einn ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglan handtók þrjá aðila, í tveimur aðskildum málum, vegna fíkniefnamisferlis. Allir voru þeir með tóbaksblandað hass í fórum sínum. Einn var handtekinn í Reykjanesbæ en hinir tveir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tveir síðarnefndu gistu hjá lögreglu þar sem þeir voru ekki í ástandi til að vera innan um almenning
Ölvaður maður var að lokum vistaður í fangahúsi vegna þess að hann brást illa við afskiptum lögreglu sem hafði eitthvað við hans háttalag að athuga.
Af vef lögreglunnar.