Teknir með ólöglegan fjaðurhníf og leikfangabyssu
Lögreglumenn í Keflavík gerðu upptæka hnífa í bifreið sem stöðvuð var á eftirliti um helgina. Tilkynnt var til lögreglu kl. 22:20 á laugardagskvöld um einkennilegt háttarlag manna á bifreið sem ekið var eftir Njarðarbraut í Njarðvík. Meðal annars sáust mennirnir handleika skotvopn.Við leit í bílnum fundust hnífar og meðal annars fjaðurhnífur með 13 sm. löngu blaði, sem mun vera ólöglegt vopn á Íslandi. Einnig fannst leikfangabyssa í bílnum. Mennirnir voru færðir til stöðvar þar sem vopnin voru gerð upptæk en síðan var mönnunum sleppt lausum út í nóttina.