Teknir með kannabisefni
 Tveir menn voru handteknir í nótt eftir að lögreglumenn komu að þeim þar sem þeir voru að hefja kannabisneyslu í bifreið sinni. Haldlagt var lítilræði af tóbaksblönduðu hassi.
Tveir menn voru handteknir í nótt eftir að lögreglumenn komu að þeim þar sem þeir voru að hefja kannabisneyslu í bifreið sinni. Haldlagt var lítilræði af tóbaksblönduðu hassi.Á næturvaktinni voru tveir ökumenn handteknir vegna gruns um ölvun við akstur, annar í Njarðvík en hinn í Keflavík. Eftir skýrslu- og blóðsýnatöku voru ökumenn frjálsir ferða sinna.
Fyrr um kvöldið stöðvaði lögregla ökumann sem mældist á 114 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				