Teknir með kannabis á rúntinum
Lögreglan í Keflavík hafði í gærkvöldi afskipti af þremur mönnum, sem voru í bifreið við hestahúsahverfi við Innri-Njarðvík, fyrir fíkniefnaneyslu. Við leit í bílnum fannst lítiðræði af efni á gólfi sem er talið vera hass. Mennirnir voru teknir höndum, yfirheyrðir í nótt en sleppt af lokinni yfirheyrslu, að sögn mbl.isÞá greinir upplýsingasími lögreglunnar í Keflavík jafnframt frá því að lögreglan hafi seint í gærkvöldi stöðvað bifreið 17 ára pilts og í bílnum hafi fundist áhald til fíkniefnaneyslu. Pilturinn sagðist ekki eiga áhaldið, en sagði það vera frá vinum sínum. Þeir hafi sýnt sér fyrr sama kvöld hvernig ætti að nota áhaldið og reykt í því vindlingatóbak. Pilti var sleppt að loknum yfirheyrslum.