Fimmtudagur 15. desember 2005 kl. 09:12
Teknir með hass
Tveir menn voru handteknir fyrir fíkniefnamisferli í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í nótt.
Lögreglumenn fundu lítilræði af hassi í bifreið þeirra við hefðbundið eftirlit, en mennirnir voru frjálsir ferða sinna eftir að þeir höfðu verið yfirheyrðir.