Teknir með dóp og sendir á Hraunið
Tveir menn voru handteknir í miðbæ Keflavíkur í nótt, grunaðir um sölu og vörslu fíkniefna. Lögreglan lagði hald á töluvert magn af því sem talið er að séu E-töflur. Í framhaldi af handtökunum gerði lögregla húsleit sem leiddi til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Leifar af fíkniefnum fundust við húsleitina.
Mennirnir tveir munu í kjölfarið hafa verið fluttir á Litla Hraun. Rannsókn málsins stendur yfir og tjáir lögreglan sig ekki frekar um það.