Tékkneski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu
-fimm JAS-39C orrustuþotur sjá um eftirlit
Flugsveit tékkneska flughersins fer með loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland um þessar mundir en alls taka um 70 liðsmenn þátt í verkefninu og og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center).
Flugsveitin kom til landsins með fimm JAS-39C orrustuþotur og stóðu aðflugsæfingar að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum yfir á tímabilinu 25. - 29. júlí. Fjórar vélar munu gæta lofthelgi Íslands, en ein verður í viðbragðsstöðu.
Landhelgisgæsla Íslands vinnur verkefnið með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Ráðgert er að gæslunni ljúki 27. ágúst en í september kemur til landsins flugsveit danska flughersins og mun hún sjá um loftrýmisgæslu til 2. október.
Hér má sjá myndband frá því í vetur þegar tékkneski flugherinn sinnti síðast loftrýmisgæslu á Íslandi