Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Tekjur Voga hækka
  • Tekjur Voga hækka
Sunnudagur 8. nóvember 2015 kl. 08:00

Tekjur Voga hækka

Allt bendir til þess að tekjur yfirstandandi árs hjá Sveitarfélaginu Vogum verði hærri en upphafleg fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Stærstur hlutur tekna Voga eru útsvarstekjur, þar á eftir koma ýmis framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, fasteignaskattar og ýmsar þjónustutekjur.

Samkvæmt upphaflegri áætlun ársins var gert ráð fyrir tæpum 400 m.kr. í útsvarstekjur, en samkvæmt uppfærðri útkomuspá verða þær að óbreyttu rúmar 421 m.kr., hækka um 21 m.kr. Á móti kemur sú staðreynd að tekjujöfnunarframlag lækkar frá því áætlað var, úr 65 m.kr. í 53 m.kr., eða um 12 m.kr. Þegar báðir þessir liðir eru lagðir saman hækka því tekjur sveitarfélagsins um 9 m.kr. frá því sem upphafleg áætlun gerði ráð fyrir.

„Ástæða þess að tekjujöfnunarframlagið lækkar er sú að tekjur á hvern íbúa sveitarfélagsins hafa hækkað frá fyrra ári, og eru nú nær landsmeðaltalinu. Það eru vitaskuld jákvæðar fréttir fyrir sveitarfélagið og íbúa þess, og má e.t.v. bæði skýra með fjölgun íbúa og bættu atvinnuástandi,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, í vikulegu fréttabréfi sem hann gefur út í Vogum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024