Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekjur Sandgerðishafnar dragast saman
Úr Sandgerðishöfn.
Mánudagur 7. nóvember 2016 kl. 11:55

Tekjur Sandgerðishafnar dragast saman

Samkvæmt rekstaryfirliti Sandgerðishafnar fyrir fyrstu sjö mánuði ársins má búast við að tekjur hafnarinnar verði um 9% undir áætlun ársins eða 8 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Skýrist það m.a. af lækkuðu fiskverði og tilfærslu á strandveiðikvóta.

Aukning er á þessu ári á lönduðum afla miðað við sama tíma í fyrra. Áætluð rekstrarniðurstaða er 4 milljónum króna lakari en áætlun gerir ráð fyrir.

Ljóst er að gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun í ljósi stöðunnar, segir í fundargögnum hafnarráðs Sandgerðis.

Á fundi hafnaráðs í mars var lögð fram samantekt um rekstrarhorfur. Hafnaráð lagði til að leitað yrði leiða til þess að styrkja stöðu hafnarinnar. Hafnarstjóri lagði fram samantekt þar sem fram koma hugmyndir um aukna samvinnu við Fiskmarkað Suðurnesja og að koma á landtengingakerfi við rafmagn.

Hafnaráð samþykkri á síðasta fundi sínum að farið verði fram á undanþágu frá reglugerð nr. 224 um skráningu og vigtun sjávarafla fyrir Sandgerðishöfn.

Hafnaráð leggur jafnframt til að landtengingakerfi við rafmagn verði sett á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024