Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekist vel við mörkun góðrar fjölskyldustefnu
Sunnudagur 3. mars 2013 kl. 11:49

Tekist vel við mörkun góðrar fjölskyldustefnu

-segir Sigurður Ólafsson starfsmannastjóri Isavia, en fyrirtækið fékk viðurkenningu hjá Reykjanesbæ fyrir að vera fjölskylduvænt

Starfamenn Isavia á Keflavíkurflugvelli og dótturfélagsins Fríhafnarinnar telja fyrirtækin mjög fjölskylduvæn og tilnefndu þau til viðurkenningar Reykjanesbæjar sem veitt voru fyrirtækjunum ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum í bænum fyrir árangursríka fjölskyldustefnu.
„Þetta er ánægjuleg og jafnframt eftirtektarverð niðurstaða þegar litið er til þess að meirihluti starfsmanna okkar er í vaktavinnu sem hingað til hefur ekki verið talin mjög fjölskylduvæn. Hún sýnir að fyrritækjunum hefur tekist vel við mörkun góðrar fjölskyldustefnu sem nýtist starfsfólki jafnt  í dagvinnu og vaktavinnu,“ segir Sigurður Ólafsson starfsmannastjóri Isavia.
Hvað gerir fyrirtækin fjölskylduvæn? Svörin er að finna hjá nokkrum þeirra fjölmörgu starfsmanna sem sendu inn tilnefningar til Reykjanesbæjar:

Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli
„Mig langar að tilnefna vinnustaðinn minn Fríhöfnina ehf. á Keflavíkurflugvelli sem fjölskylduvænan vinnustað.  
Minn vinnuveitandi tekur tillit til þess þegar ég þarf að skreppa frá t.d. vegna foreldraviðtala, læknisheimsókna, skreppa í banka og þess háttar, einnig ef andlát ber að höndum.  
Hlutastörf eru í boði sem jafnan hentar hverjum og einum.  
Fríhöfnin er skemmtilegur og spennandi vinnustaður sem gaman er að vinna á,
með hressu og skemmtilegu starfsfólki.“

Isavia
„Kemur til móts við starfsmenn vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.
Býður upp á heilsuvernd fyrir alla fjölskyldumeðlimi.
Er með heilsustefnu og hvetur starfsmenn til að stunda líkamsrækt, m.a. með lyftingaaðstöðu í FLE og líkamsræktarstyrkur mánaðalega.
Styður starfsfólk til að sækja sér fræðslu og þjálfun út fyrir fyrirtækið.
Styður öflugan starfsmannafélag sem er oft á ári með fjölskylduvæna viðburði
og margt fleira.“

Isavia
„Ég hef unnið hjá Isavia ohf. á Keflavíkurflugvelli frá stofnun þess fyrirtækis árið 2010. Fyrirtækið Isavia ohf. er á margan hátt mjög fjölskylduvænt, má þar t.d. nefna að í fyrirtækinu er mjög öflug starfsmannafélag. Það heldur árlega hin ýmsu fjölskyldumót, t.d. sumarferðir þar sem öllum fjölskyldumeðlimum er boðið með ásamt því að farið er í sameiginlega fjölskylduferð í Esjuna í desember og sótt jólatré þar sem jólasveinar ofl. er á staðnum til gamans fyrir foreldra og börnin. Starfsmannafélagið  leggur mikið upp úr því að allir viðburðir eru fyrir maka starfsmanns líka. Það má líka minnast á glæsilegar matargjafir hver jól, stór pakki, fullur af kræsingum fyrir fjölskylduna.
Isavia ohf  hefur  gegnum tíðina sýnt fjölskyldum starfsmanna mikinn skilning hafi komið upp veikindi í fjölskyldu starfsmanns og oft á tíðum gengið lengra í þeim efnum en fyrirtækinu ber í raun og veru, það eitt og sér finnst mér að Isavia ohf. eigi skilið að fá viðurkenningu sem fjölskylduvænt fyrirtæki, en það er af mörgu að taka til að tala um það jákvæða sem fyrirtækið Isavia ohf hefur sýnt gegnum árinn en ég læt hér við sitja að sinni.“



Mynd: Fulltrúar Fríhafnarinnar og Isavia en fyrirtækin fengu viðurkenningar frá Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024