Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

  • Tekist á um framtíð Paddy's
    Hótel Keilir til vinstri og Paddy's hægra megin.
  • Tekist á um framtíð Paddy's
    Kjartan Már Kjartansson.
Föstudagur 23. janúar 2015 kl. 07:20

Tekist á um framtíð Paddy's

Þrætur milli rekstraraðila Paddy’s og Hótels Keilis.

Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, sagði á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag að málefni skemmtistaðarins Paddy’s vera orðið hið vandræðalegasta, sér í lagi þegar farið væri að tengja það hagsmunaöflum í bæjarstjórn á opinberum vettvangi. Mikilvægt væri að fá niðurstöðu í málinu vegna þess að þegar hafi fjórir aðilar sýnt áhuga á húsinu, eftir að það var auglýst til sölu eða leigu í lok síðasta árs. 
Skv. heimildum Víkurfrétta var eitt tilboðanna nógu bitastætt til að fara í nánari viðræður og þær halda áfram. Hörð skoðanaskipti hafa síðustu daga átt sér stað á milli síðasta rekstraraðila Paddy's, Björgvins Ívars Baldurssonar og eigenda Hótels Keilis, sem staðsett er hinum megin Hafnargötunnar. Listi með undirskriftum 30 mótmælenda reksturs skemmtistaðar við Hafnargötu 38 barst bæjarráði áður en málið var tekið fyrir í síðustu viku. 
 
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að verðmat á eigninni eigi eftir að berast til að taka endanlega ákvörðun. Fyrrverandi leigutakar skuldi Reykjanesbæ talsverðar fjárhæðir og bærinn hafi því borgað með rekstri Paddy's um árabil. Ekki hafi verið áhugi fyrir því lengur. „Það er eðli miðbæja og miðborga að hafa þar ólíkan rekstur fyrirtækja sem geta þrifist saman. Best væri að það ætti við um Reykjanesbæ eins og önnur sveitarfélög. Menn gætu náð saman um að halda uppi fjölbreyttri starfsemi,“ segir Kjartan. 
 
Nokkuð hörð umræða var á vef VF í vikunni um framtíð Paddy’s. Eigendur Hótels Keilis hinum megin Hafnargötunnar kvarta sáran undan samneytinu við staðinn og höfðu stór orð um óþægindin. Þau vilja staðinn burt. Síðustu rekstraraðilar Paddy’s sögðu það sorglegt að eitt fyrirtæki í samkeppni við annað reyni að hafa áhrif á framtíð hins. Þá væri megnið af kvörtunum vegna hávaða frá staðnum tilhæfulausar.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024