Tekist á um flatningsvél
Til handalögmála kom í fiskvinnlufyrirtæki í Garðinum fyrir stundu. Ágreiningur var um flatningsvél.Lögreglan í Keflavík sendi tvo lögregluþjóna á staðinn þegar fréttist að ekki væru allir sáttir og spurst hafði út að fatnaður hafi rifnað í átökum. Samkvæmt upplýsingum á vettvangi stóð ágreiningurinn um Baader flatningsvél sem fjarlægja átti úr fiskvinnsluhúsinu. Vélin var fjarlægð undir eftirliti laganna varða.