Tekist á um ferðastyrk í Garðinum
Nýverið var tekin fyrir á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps styrktarbeiðni vegna fyrirhugaðrar ferðar starfsfólks Gerðahrepps til Írlands. Miklar og fjörugar umræður urðu um málið á fundinum. Meðal annars viku tveir fulltrúar meirihlutans af fundinum.Ingimundur Þ. Guðnason bað Einar Jón Pálsson um að taka við fundarstjórn undir þessum lið en Ingimundur og Guðrún S. Alfreðsdóttir, tveir fulltrúar meirihlutans, viku af fundi og tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Eftir nokkuð karp á fundinum þar sem menn skiptust á skoðunum um réttmæti slíkrar styrkveitingar og ræddu verklagsreglur í ljósi þess að t.a.m. kennarar við Gerðaskóla hafa heimild í reglum til að fá þennan styrk en aðrir starfsmenn sveitarfélagsins ekki, þá lagði Sigurður Jónsson, sveitarstjóri fram eftirfarandi tillögu:
“Í framhaldi af þeim umræðum sem fram hafa farið um þetta mál legg ég til að erindinu verði frestað. Ég tel eðlilegt að fá tækifæri til að gera starfsfólki Gerðahrepps grein fyrir þeim umræðum sem fram hafa farið.”
Það samþykkt samhljóða.
Einar Jón Pálsson lagði einnig fram tillögu:
”Hreppsnefnd samþykkir að reglur varðandi styrkveitingar verði samræmdar fyrir alla starfsmenn sveitarfélagsins og reglurnar verði lagðar fram á hreppsnefndarfundi íseptember.”
Samþykkt samhljóða.
Styrkfjárhæðin var upp á 10.000 kr. á hvern starfsmann Gerðahrepps.
Eftir nokkuð karp á fundinum þar sem menn skiptust á skoðunum um réttmæti slíkrar styrkveitingar og ræddu verklagsreglur í ljósi þess að t.a.m. kennarar við Gerðaskóla hafa heimild í reglum til að fá þennan styrk en aðrir starfsmenn sveitarfélagsins ekki, þá lagði Sigurður Jónsson, sveitarstjóri fram eftirfarandi tillögu:
“Í framhaldi af þeim umræðum sem fram hafa farið um þetta mál legg ég til að erindinu verði frestað. Ég tel eðlilegt að fá tækifæri til að gera starfsfólki Gerðahrepps grein fyrir þeim umræðum sem fram hafa farið.”
Það samþykkt samhljóða.
Einar Jón Pálsson lagði einnig fram tillögu:
”Hreppsnefnd samþykkir að reglur varðandi styrkveitingar verði samræmdar fyrir alla starfsmenn sveitarfélagsins og reglurnar verði lagðar fram á hreppsnefndarfundi íseptember.”
Samþykkt samhljóða.
Styrkfjárhæðin var upp á 10.000 kr. á hvern starfsmann Gerðahrepps.