Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekist á um Bergás-nafnið
Föstudagur 26. mars 2010 kl. 09:33

Tekist á um Bergás-nafnið


Aðstandendur hins árlega Bergásballs neyðast til að að skipta um nafn á dansleiknum þar sem ónefndur aðili hefur keypt einkaleyfi á nafninu þrátt fyrir að hefð sé fyrir notkun þess til fjölda ára. Af þessum sökum var Bergás-síðu á Facebook lokað en 2,800 einstaklingar voru skráðir á hana.

Bergásballið svokallaða hefur verið haldið árlega allt frá miðjum 10. áratugnum og notið mikilla vinsælda. Það verður framvegis haldið undir merkjum Ásbergs. Því verður Ásbergsball en ekki Bergásball í Stapanum þann 1. maí næstkomandi í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því þessi fornfrægi skemmtistaður var opnaður í kjallara Nýja bíós við Hafnargötuna. Upphaflega stóð til að skemmtistaðurinn yrði nefndur Ásberg.

Skipuleggjendur Ásbergsballsins eru þeir Valþór Ólason og Aðalsteinn Jónatansson, sem öll árin hefur verið eins konar vörumerki þessara skemmtana. Þeir störfuðu báðir sem plötusnúðar í Bergás á sínum tíma.

Sjá nánar í næstu Víkurfréttum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024