Tekinn próflaus á Brautinni
Ökumaður bifreiðar var stöðvaður á Reykjanesbraut í gær þar sem hann ók á 123 km hraða, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Kom í ljós að ökumaður var sviptur ökuréttindum og var hann því færður til lögreglustöðvar til skýrslutöku.Annar ökumaður var tekinn fyrir að aka sviptur ökuréttindum í nótt en annars var næturvaktin með rólegasta móti.





