Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn ölvaður innanbæjar
Föstudagur 18. mars 2005 kl. 09:57

Tekinn ölvaður innanbæjar

Í nótt hafði lögreglan í Keflavík afskipti af manni sem var grunaður um ölvun við akstur innanbæjar. Ökumaður var færður á lögreglustöð þar sem tekið var blóðsýni úr honum, en hann var frjáls ferða sinna eftir skýrslutöku.

Dagvaktin í gær var nokkuð róleg hjá lögreglu en þó var ekið utan í bíl á stæðunum við Fjölbrautaskólann og stakk tjónvaldur af. Einnig var minniháttar umferðaróhapp í Grindavík en ekki urðu meiðsli á fólki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024