Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn ölvaður á lyftara
Þriðjudagur 3. mars 2020 kl. 10:30

Tekinn ölvaður á lyftara

Nokkrir ökumenn hafa verið teknir úr umferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum vegna gruns um vímuefnaakstur. Sú reyndist raunin með starfsmann fyrirtækis sem var við vinnu á lyftara þegar lögreglumenn bar að garði. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem sýnatökur fóru fram.

Meðal annarra sem grunaðir voru um vímuefnaakstur var ökumaður sem ók sviptur ökuréttindum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024