Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tekinn ölvaður á 152
Sunnudagur 9. mars 2008 kl. 12:09

Tekinn ölvaður á 152

Helgin hefur verið nokkuð róleg í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum en þó var nokkuð um umferðarlagabrot.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar í gærkvöldi og þá var einn ökumaður kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á gatnamótum Grænásvegar og Njarðarbrautar.

Einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í gærkvöldi og í nótt og í morgun voru tveir teknir, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Einnig voru þrír teknir, grunaðir um ölvun við akstur, og mældist einn þeirra á 152 km hraða áður en hann var stöðvaður.