Tekinn neð kókaín í flugstöðinni
Erlendur karlmaður var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í mánuðinum eftir að tollgæslan hafði stöðvað hann vegna gruns um að hann væri með fíkniefni meðferðis. Hann reyndist vera með tvær kókaínpakkningar í fórum sínum og fjórar til viðbótar innvortis.
Við skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum sagðist hann hafa gripið til þessa ráðs til að greiða skuld við ónafngreinda menn erlendis. Kvaðst hann hafa staðið einn að tilrauninni til smygls á fíkniefnum og hefði ætlað að koma þeim í verð hér á landi.
Maðurinn sætir nú tilkynningaskyldu til 4. apríl næstkomandi.