Tekinn með umtalsvert magn fíkniefna

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaneyslu reyndist hafa í fórum sínum umtalsvert magn af meintu amfetamíni, kannabis og þurrkuðum sveppum, auk áhalda til fíkniefnaneyslu, hann játaði að eiga efnin.

Fleiri mál komu á borð lögreglu á síðasta sólarhring þar sem um vörslu meintra fíkniefna var að ræða en í þeim öllum var um minni háttar magn að ræða.
Þá hafa fáeinir ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu á undanförnum dögum.