Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 28. september 2001 kl. 10:33

Tekinn með tugi þúsunda e-tafla

Austurríkirmaður á leið til New York var tekinn af Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli með 40 til 60 þúsund e-töflur. Maðurinn vakti athygli tollvarða og í kjölfarið var farangur hans gegnumlýstur. Í ljós kom að gríðarlegt magn e-tafla í farangri mannsins.
Maðurinn var á leið frá Amsterdam til New York þegar tollverðir stoppuðu hann. Eftirlits- og öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli hafa verið hertar til muna en farangur mannsins var gegnumlýstur í bifreið sem embættið hefur að láni frá Tollgæslunni í Reykjavík. Málið er í rannsókn rannsóknardeildar lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024