Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn með sex kíló af hassi
Fimmtudagur 28. apríl 2016 kl. 10:11

Tekinn með sex kíló af hassi

Tollverðir stöðvuðu erlendan karlamann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðustu viku, sem reyndist hafa meðferðis sex kíló af hassi. Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn og millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Grænlands. Þetta kemur fram í frétt af vef tollstjóra.

Við hefðbundið eftirlit fundu tollverðirnir hassið, sem pakkað hafði verið niður með farangri hans. Lögreglan á Suðurnesjum fór með rannsókn málsins, sem telst upplýst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024