Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn með kannabis
Föstudagur 30. ágúst 2013 kl. 15:12

Tekinn með kannabis

Rúmlega tvítugur karlmaður var tekinn með kannabisefni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Megna kannabislykt lagði upp úr ferðatösku hans við tollskoðun og gerðu tollverðir því lögreglunni á Suðurnesjum viðvart. Maðurinn kvaðst koma af fjöllum varðandi lyktina í töskunni, þegar lögreglumenn ræddu við hann. Það breyttist þó þegar kannabis fannst í vasa gallabuxna, sem í henni voru. Þá kvaðst maðurinn hafa verið að skemmta sér erlendis og neytt fíkniefna við þá iðju. Líklega  hefði hann gleymt kannabisefninu í buxnavasanum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024