Tekinn með fíkniefni
Skömmu fyrir miðnætti í nótt var maður handtekinn grunaður um fíkniefnamisferli. Við leit á manninum fannst lítilræði af meintu amfetamíni.
Síðar um nóttina höfðu lögreglumenn afskipti af tveimur 16 ára ungmennum á sitt hvorum skemmtistaðnum í Reykjanesbæ. Var þessu unga fólki ekið heim og rætt við forráðamenn þeirra.
Fyrr um daginn var einn ökumaður kærður fyrir að nota ekki handfrjálsan búnað er hann var að tala í farsíma við aksturinn. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með beltin spennt við aksturinn. Þá voru fimm boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar vegna vanrækslu á að færa þær til skoðunar á tilsettum tíma. Um kvöldið hafði lögregla afskipti af ökumanni í Keflavík þar sem hann var með þokuljós tendruð og var einnig að tala í GSM síma.