Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn fyrir meinta árás á unglinga
Mánudagur 29. janúar 2007 kl. 12:01

Tekinn fyrir meinta árás á unglinga

Maður á fimmtugsaldri var handtekinn og færður til skýrlsutöku, eftir að átök höfðu brotist út á milli hans og tveggja unglingspilta á aðfararnótt laugardags.

Unglingarnir voru fluttir til aðhlynningar á HSS eftir átökin en meiðsli þeirra voru minniháttar að því er kom fram hjá lögreglu. Hinn grunaði var færður til skýrslutöku á lögreglustöð en að sögn viðmælanda Víkurfétta hjá lögreglu hafði hinn meinta árás ekki verið kærð formlega.

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var maðurinn sem um ræðir kærður fyrir að veitast að 15 ára pilt í upphafi mánaðar.

 

Myndin er úr safni VF og  tengist ekki fréttinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024