Fimmtudagur 14. júní 2007 kl. 09:37
Tekinn á tæplega 150 km hraða
Einn ökumaður var í nótt kærður af lögreglunni á Suðurnesjum fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut þar sem vegurinn liggur um Strandarheiði. Mældist viðkomandi á 149 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.