Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn á ofsahraða á Reykjanesbraut
Þriðjudagur 10. febrúar 2015 kl. 07:28

Tekinn á ofsahraða á Reykjanesbraut

Nokkuð hefur verið um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Sá sem hraðast ók mældist á 168 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Ökumaðurinn, karlmaður um fertugt, viðurkenndi brot sitt og var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Hans bíður 150.000 króna fjársekt og 3 refsipunktar í ökuferilsskrá, auk sviptingarinnar. Annar ökumaður mældist á 101 km. hraða þar sem hámarkshraði er 70 km. á klukkustund. Fimm til viðbótar voru einnig kærðir fyrir of hraðan akstur.

Þá virtu á annan tug ökumanna ekki stöðvunarskyldu og allmargir óku án þess að nota öryggisbelti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024