Laugardagur 30. júní 2007 kl. 10:16
Tekinn á 98 innanbæjar
Fjórir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær og í nótt. Einn þeirra var tekinn á 98km hraða á Aðalgötunni í Reykjanesbæ en þar er löglegur hámarkshraði 50 km/klst.
Annars var nóttin róleg hjá lögreglu og heyrði lítt til tíðinda.