Tekinn á 93 innanbæjar
12 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær og í nótt. Flestir voru þeir teknir á Reykjanesbrautinni en þó var einn stöðvaður innan bæjarmarka eftir að hafa mælst á 93 km. hraða þar sem löglegur hámarkshraði er 50.
Þar að auki var einn ökumaður tekinn fyrir meintan ölvunarakstur.
Þar að auki var einn ökumaður tekinn fyrir meintan ölvunarakstur.