Sunnudagur 15. júní 2003 kl. 21:40
Tekinn á 163 km hraða á Reykjanesbraut
Ökumaður bifreiðar var tekinn á 163 km hraða á Reykjanesbraut um klukkan þrjú í nótt, en þar er 90 km hámarkshraði. Þá var annar ökumaður tekinn á 125 km hraða síðar um nóttina, að sögn lögreglu í Keflavík.