Miðvikudagur 2. maí 2012 kl. 01:24
Tekinn á 160 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni - sektin 140 þúsund
Lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu í dag ökumann sem ók bifreið sinni á 163 km/klst hraða á Reykjanesbraut en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Samkvæmt reglugerð um sektir og viðurlög vegna brota á umferðarlögum er sektarfjárhæðin við broti ökumannsins 140.000 krónur.