Tekinn á 146 km hraða á Reykjanesbraut
Ökumaður mældist á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbraut um síðustu helgi. Ökumaðurinn var erlendur ferðamaður og greiddi hann sektina á staðnum. Fjórir til viðbótar voru sektaðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut.
Þá voru fjórir ökumenn færðir á lögreglustöð vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar af einn sem hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Sýnatökur staðfestu neyslu þeirra á fíkniefnum.