Tekinn á 140 km hraða á Reykjanesbraut
Lögreglan í Keflavík stöðvaði fjóra ökumenn í gær fyrir of hraðan akstur, þar af einn á 140 km hraða á Reykjanesbraut. Þá var einn mældur á 70 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um að aka undir áhrifjum lyfja og fíkniefna.
Í gærkvöld var tilkynnt um bifreið sem hafði hafnað utan vegar á Reykjanesbraut skammt vestan við Grindavíkurafleggjara. Ökmanninn sakaði ekki, en hann var einn í bílnum, sem fjarlægja varð með kranabíl.