Tekinn á 125 km hraða
Fimm ökumenn voru teknir á of miklum hraða í umdæmi Lögreglunnar í Keflavík í gær. Allir voru þeir vel yfir leyfilegum hámarkshraða, 90 km/klst, en sá sem hraðast ók var mældur á 125 km hraða.
Ekki þarf að taka fram að verði menn uppvísir af slíku háttarlagi eiga þeir yfir höfði sér ríflega sekt og nokkra refsipunkta á ökuskírteini.
Ekki þarf að taka fram að verði menn uppvísir af slíku háttarlagi eiga þeir yfir höfði sér ríflega sekt og nokkra refsipunkta á ökuskírteini.