Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn á 115 km hraða innanbæjar
Laugardagur 30. október 2004 kl. 17:12

Tekinn á 115 km hraða innanbæjar

Ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur eftir að hafa verið mældur á 115 km hraða á Hringbraut i Keflavík. Þar er hámarkshraði 50 km/klst.

 

Fjórir aðrir voru á full mikilli hraðferð, Þrír á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi og einn innanbæjar á Njarðarbraut.

 

Þá var einn ökumaður stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur um hádegisbilið í gær.

 

Um kl. 13 var tilkynnt um árekstur á Tjarnargötu í Keflavík. Engin meiðsli urðu á fólki en bifreiðarnar skemmdust lítilsháttar. Á sama tíma var tilkynnt að grjóti hafi verið hent í gegnum rúðu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lögreglumenn fóru á staðinn og voru skemmdarvargarnir farnir af staðnum. Málið er í rannsókn en ákveðnir aðilar eru grunaðir og eru þeir nokkuð ungir að árum að því er segir í dagbók lögreglu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024