Tekið verði tillit til göngustíga við breikkun Reykjanesbrautar
Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði hefur verið lögð fyrir skipulagsyfirvöld í Sveitarfélaginu Vogum. Breikkunin er frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni.
Skipulagsnefnd Voga tekur vel í framkvæmdina og telur hana auka umferðaröryggi. Sveitarfélagið hefur nýverið í samvinnu við Vegagerðina lagt 2,6 km göngustíg meðfram Vatnsleysustrandarvegi. Fyrirhugaðir eru stígar á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og því tilvalið að tekið verði tillit til göngustíga fyrir gangandi og hjólandi við tvöföldun Reykjanesbrautar. Með þeim mögulega að í framtíðinni verði eitt samfellt stígakerfi frá flugstöð að höfuðborgarsvæðinu.