Team Auður lætur gott af sér leiða
- í minningu Auðar Jónu Árnadóttur
Styrktarsjóðurinn Team Auður lét gott af sér leiða síðasta föstudag. Það eru fimmtíu konur á Suðurnesjum sem mynda Team Auði en styrktarsjóðurinn er stofnaður í minningu Auðar Jónu Árnadóttir, sem lést þann 9. desember 2012 eftir að hafa háð hetjulega baráttu við krabbamein. Að þessu sinni söfnuðust 630.000 krónur sem fóru í góð málefni á Suðurnesjum.
Meðal verkefna sem fengu stuðning í ár er heimahjúkrun Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þar sem myndin með fréttinni var tekin.
Nánar verður fjallað um Team Auði í Víkurfréttum í vikunni.