Taug komið í bát við Hafnir
Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði eru búnir að koma til aðstoðar 8 tonna báti, Gunnhildi ST 29, sem fékk net í skrúfuna um klukkan 8 í morgun fyrir utan Hafnir á Suðurnesjum. Þrír menn eru um borð í bátnum. Samkvæmt upplýsingum blaðamanns Víkurfrétta á vettvangi við Hafnir er búið að koma taug í bátinn og verður hann fyrst dreginn til Sandgerðis.Björgunarsveitarmenn sem óku með slöngubát frá Sandgerði til Hafnar gátu sjósett slöngubátinn nálægt þeim stað sem vélarvana báturinn er rétt fyrir klukkan 9, segir Morgunblaðið.
Þeim tókst að taka bátinn í tog og halda honum frá ströndinni og tryggja það að hann strandaði ekki.
Enginn hætta er talin vera á ferðum og eru allir menn heilir á húfi.
Myndin er af björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein og Gunnhildi ST utan við Hafnir. Mikil þoka var á þessum slóðum og kemur það niður á myndgæðum.
Þeim tókst að taka bátinn í tog og halda honum frá ströndinni og tryggja það að hann strandaði ekki.
Enginn hætta er talin vera á ferðum og eru allir menn heilir á húfi.
Myndin er af björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein og Gunnhildi ST utan við Hafnir. Mikil þoka var á þessum slóðum og kemur það niður á myndgæðum.