Fimmtudagur 24. október 2002 kl. 14:28
Taska veldur usla á Vellinum
Taska sem fannst við verslunarhúsnæði á varnarliðssvæðinu á Keflavíkurflugvelli olli áhyggjum og varð viðhafður nokkur viðbúnaður meðan innihald hennar var kannað. Taskan reyndist nauðameinlaus og stóð viðbúnaðurinn aðeins í um 20 mínútur að sögn lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli.