Tárvotur Þjóðverji finnur ekki hjólið sitt
Þýskur ferðamaður sem gisti tjaldstæðið Stekk í Njarðvík í fyrrinótt kynntist svartri hlið mannlífsins þegar hann vaknaði eldsnemma í gærmorgun. Hjólinu hans hafði verið stolið. Hann mætti sorgmætur á lögreglustöðina í Keflavík og sagði farir sínar ekki sléttar.Hjólið, sem var silfurgrátt af gerðinni KTM, hafði ekki enn komið í leitirnar í morgun, að því er Pálmi Aðalbergsson varðstjóri sagði í samtali við Víkurfréttir.
Ef fólk verður vart við hjólið er það hvatt til að láta lögregluna í Keflavík vita, svo hægt sé að koma gripnum til eiganda síns.
Ef fólk verður vart við hjólið er það hvatt til að láta lögregluna í Keflavík vita, svo hægt sé að koma gripnum til eiganda síns.