Tarantúla reyndi flótta frá heilbrigðiseftirlitinu
Tarantúla köngulóin, sem lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á við húsleit í Reykjanesbæ í gærkvöldi, reyndi að komast undan á flótta frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja í morgun. Köngulóin var sett í stórt búr, þar sem átti að farga henni.
Á meðan Magnús Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi, brá sér í símann reyndi tarantúlan hins vegar að komast út úr búrinu og var gripin glóðvolg þegar hún hafði næstum troðið sér í gegnum rimlana. Nú hefur kvikindið verið drepið með eitri og verður fargað á öruggan hátt.
Ekki er vitað um uppruna tarantúlunnar né hvernig komið var með hana til landssins en eigandinn hafði hana sem gæludýr á heimili sínu í glerbúri og fóðraði hana á músum.
Mynd: Tarantúlan reyndi flótta frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja í morgun eins og sést á meðfylgjandi mynd. Á hinni myndinni er köngulóin í könnunarferð um rimla búrsins hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.
Víkurfréttamyndir.
Á meðan Magnús Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi, brá sér í símann reyndi tarantúlan hins vegar að komast út úr búrinu og var gripin glóðvolg þegar hún hafði næstum troðið sér í gegnum rimlana. Nú hefur kvikindið verið drepið með eitri og verður fargað á öruggan hátt.
Ekki er vitað um uppruna tarantúlunnar né hvernig komið var með hana til landssins en eigandinn hafði hana sem gæludýr á heimili sínu í glerbúri og fóðraði hana á músum.
Mynd: Tarantúlan reyndi flótta frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja í morgun eins og sést á meðfylgjandi mynd. Á hinni myndinni er köngulóin í könnunarferð um rimla búrsins hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.
Víkurfréttamyndir.