Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tap af rekstri Reykjanesbæjar í tíu ár af ellefu
Frá íbúafundinum í Stapa þar sem fjárhagsstaða Reykjanesbæjar var kynnt. VF-mynd/pket.
Mánudagur 3. nóvember 2014 kl. 15:56

Tap af rekstri Reykjanesbæjar í tíu ár af ellefu

- Mesta fjölgunin íbúa í Reykjanesbæ 2005-2013 kostaði sitt. Skuldir jukust um 19 milljarða á sama tíma.

Reykjanesbær var með halla af reglulegri starfsemi öll árin 2003 til 2013, nema eitt ár, árið 2010. Skuldir jukust um 19 milljarða á sama tíma. Margvíslegar tillögur og ábendingar eru í skýrslu Haraldar Haraldssonar hagfræðings en hann var beðinn að koma með tillögur að hagræðingu í rekstri Reykjanesbæjar.

Haraldur bendir á að íbúaaukning í Reykjanesbæ á árunum 2005-2014 hafi verið mest meðal stærri sveitarfélaga. Fjölgun íbúa á árunum 2005-2014 er 32,6%.

Hér eru nokkrir punktar úr skýrslu Haraldar, tölur úr rekstri og ábendingar til úrbóta:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

- Skuldir Reykjanesbæjar, A-hluta, hafa aukist úr 5.618 millj. kr. árið 2002 í 24.674 millj. kr. árið 2013, eða um 19 milljarða kr. á verðlagi hvors árs, sem er hækkun um 339%, eða rúmlega fjórföldun skulda á tímabilinu.

- Á sama tíma jukust tekjur A-hlutans úr 3.026 millj. kr. í 9.376 millj. kr., eða um 6.350 millj. kr., sem er aukning um 210%, eða þreföldun tekna á tímabilinu.

- Samtals hafa skuldir sveitarfélagsins á þessum tímabili, 2002 til 2013, aukist úr 8.370 millj. kr. árið 2002 í 40.422 millj. kr. árið 2013, sem er aukning um 383%, eða tæplega fimmfaldast. Á þessum tíma hækkaði meðaltalsvísitala neysluverðs um 85% og tekjur sveitarfélagsins, A- og B-hluta, um 332%. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar var 250% árið 2002 en 271% árið 2013.

- Veltufé frá rekstri, A-hluta, var neikvætt í sjö af 12 árum á tímabilinu 2002 og 2013. Samtals vantaði Reykjanesbæ þessi ár 3.023 millj. kr. á verðlagi hvers árs til að geta staðið undir daglegum útgjöldum sveitarfélagsins að fullu, hvað þá að eiga fyrir afborgunum lána og nýframkvæmdum úr rekstri.

- Leggja ber áherslu á að um er að ræða hallalausan rekstur af reglulegri starfsemi.

- Af framanrituðu má ljóst vera að nokkur peningaleg hagræðing myndi nást hjá sveitarfélaginu með því að láta einstaka útgjaldaliði standast áætlun.

- Miðað við 1. apríl 2013 voru samtals 670,5 stöðugildi hjá Reykjanesbæ.

- Launagjöld hækkuðu um 9% milli áranna 2012 og 2013 hjá A-hluta Reykjanesbæjar. Meðaltals-vísitala launa hjá opinberum starfsmönnum sveitarfélaga árin 2012 og 2013 hækkaði um 4,7% milli áranna.

- Hár bifreiðastyrkur vekur athygli. Var samtals 115,4 millj. kr. árið 2013 og 108,2 millj. kr. árið 2012, eða hækkun samtals um 6,7% á milli áranna.

- Lagt er til að sett verði á yfirvinnubann. Yfirvinna verði eingöngu heimiluð í algjörum undantekningartilfellum. Sé yfirvinna nauðsynleg þurfi samþykki annað hvort bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs í hvert skipti. Jafnframt verði samið þannig um fasta yfirtíð að hún nái yfir alla yfirvinnu og óþægindi utan vinnutíma.

Frá byggingu íþróttaakademíu Reykjanesbæjar sem nú er fimleikahús bæjarins.